Óli Jó, þinn tími er liðinn

Ekkert benti til þess að við mundum tapa.. segir Ólafur. En það er einu sinni þannig að allir leikir byrja 0-0... það var ekkert sem benti til þess raunverulega að við mundum vinna heldur. Það var búið að gera þjóðinni vonir fyrir leik sem ekki áttu rétt á sér.

Við enduðum í síðasta sæti í okkar riðli fyrir HM 2010 og er það ekki ásættanlegt.

Nú eigum við fullt af góðum leikmönnum sem spila í bestu deildum Evrópu auk þess sem U-21 árs liðið er komið á stórmót! Við ættum að geta gert betur
Það er ekki hægt að kenna einhverjum einum manni um allt sem illa fer í þessum efnum en ég held að stytta mætti landsliðsþjálfaraferil Ólafs í annan endann og nú sé rétti tíminn til að fá nýjann mann í brúnna.
leiðinlegt að Ólafur hafi strunsað út af blaðamannafundi áðan. þetta er hægt að túlka á nokkra vegu, góða og vonda...
Allavega þá er Íslenska landsliðið betur mannað en það að vera í 116. sæti á styrkleikalista FIFA... (er það ekki annars sætið sem við stöndum í núna?)


mbl.is „Ekkert benti til þess að við myndum tapa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það fer ekki íslenskum landsliðsþjálfara að "hafa gríðarlega góða tilfinningu fyrir sigri" fyrir leik. Nánast sigurvissir gegn klassa liði Dana. Hvað benti til þess fyrirfram? Hvað hafði liðið gert fyrir leikinn? Ísland var með = 0 stig. Danmörk var með = 7 stig.

HÓST.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.6.2011 kl. 02:37

2 identicon

Íslendingar geta ekkert í fótbolta, og það er ekki við þjálfarann að sakast í þeim efnum, enda spilar hann ekki með liðinu, heldur bara reynir að stjórna þessum 11 lélegu leikmönnum.

Svona tækniíþrótt hentar ekki íslendingum, slagsmál henta mun betur.

Leggjum landsliðið niður og hættum að verða okkur til skammar.

Jói útherji (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 08:58

3 Smámynd: Davíð Árnason

já U-21 hefur nú verið að gera fína hluti. Við erum með ágætis lið eins og stendur og ættum að geta gert betur. Þessir strákar spila fínt með félagsliðum sínum. Óli hefur fengið nóg af tíma til að búa til eitthvað með þetta lið en við sökkvum alltaf dýpra.

Stenmingin í stúkunni er virkilega farin að dala og miðasala sennilega með versta móti. jafnvel á stórleikjum eins og þessum.

það verður að gera eitthvað. Töfralausnir eru ekki til en það sem kemst næst töfralausn í mínum huga er að skipta um þjálfara...

Davíð Árnason, 5.6.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 414

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband