Bókagagnrýni 2: blóðugur blekkingaleikur

Blóðugur blekkingaleikur

Bókin Blóðugur blekkingaleikur er gefin út á frummálinu árið 1987 en á íslensku 3 árum síðar. Í heni segir fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Rúmeníu, DIE frá atburðarás sem átti sér stað árið 1978 þegar Rúmenía var undir hæl Nicolae Ceausescue og konu hans Elenu. Leyniþjónustumaðurinn, sem heitir Ion Mihai Pacepa, vann í mörg ár sem einn nánasti samstarfsmaður einræðisherrans og kommúnistaleiðtogans Ceausescue og tók þátt í meiriháttar blekkingum, njósnum, vopnasölu og morðum í nafni kommúnismans.

Bókin er skrifuð frá sjónarhorni og með tilfinningum Pacepa. Tilgangur bókarinnar er að sýna heiminum hvað  undir grímu Ceausescus sem var að finna. Pacepa hafði sjálfur verið mikilvægur hlekkur í Rúmenska stjórnkerfinu sem yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann stjórnaði til að mynda gríðalega umfangsmiklum njósnum í Rúmeníu þar sem leyniþjónustan og Ceausescau hleruðu alla þjóðfélagsþegna sem þeim þótti vert að hlera, hvort sem það var fjölskyldumeðlimur, stjórnmálamaður eða jafnverl forsætisráðherrann, sem Ceausescau hjónin höfðu undir sínum járnhæl. Njósnir leyniþjónustunnar utanlands voru þeim þó mikilvægari því tekjur sem Rúmenía hafði í kringum iðnnjósnir og þjófnað á hönnun iðnvarnings var gríðalegur. Þá var stolið teikningum af nýhönnuðum skriðdrekum og flugvélum til að framleiða og selja Gaddafi í Líbíu og nota heima. Eftir að hafa snúið baki við Sovét- stjórninni í Moskvu opnaðist leið fyrir Rúmena til samskipta við Bandaríkjamenn og Vestur Evrópu sem þeir nýttu sér til að stela hugviti. Forsetafrúin Elena hafði einnig gríðaleg völd og var skapstygg og hótaði iðulega háttsettum embættismönnum í Rúmeníu til að beygja þá undir sinn vilja. Þá var marxíska stjórnkerfið þannig uppbyggt að þau hjónin réðu í raun öllu. Samfélag öreiganna þar sem embættismenn bjuggu í villum kommúnistaflokksins sem var stjórnað af hjónunum var einfaldlega þannig að Nicola  og Elena Ceausescau gat ráðið eða rekið hvaða mann sem var í hvaða stöðu sem var ef honum geðjaðist svo. Elena kemur fyrir sjónir lesenda sem  sturlaður einstaklingur. Á milli þess sem hún reynir að grafa upp heiðursverðlaun frá vestrænum háskólum, fyrir vísindastörf sín(sem hún átti reyndar ekki), hlerar hún kynlífsathafnir samstarfsmanna og íbúa Rúmeníu í lokuðu herbergi inn af skrifstofu sinni.

Samskipti Rúmeníu við aðrar þjóðir á þessum tíma var flókið. Þeir höfðu snúið baki við Rússum líkt og Tító í Júgoslavíu en ólíkt Tító gat Ceausescau heillað vestrænu þjóðirnar og var boðið í heimsóknir til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum mætti hann ekki þeirri persónudýrkun sem hann var vanur heima fyrir og fannst ekki mikið um kerfi Bandaríkjamanna þó hann hugðist stela af þeim hugmyndum af ýmislegu sem honum þótti gagnlegt að nota sjálfur eða selja til þriðja heimsins. Ceausescau var í nánu sambandi við lönd eins og Líbíu. Leynilegu sambandi við Tító í Júgoslavíu og leikriti við bæði vesturlönd og Rússland. Á þessum tíma var Rúmenía eini aðilinn í heiminum sem hafði bæði samskipti við Ísraela og Palistínumenn og gekk oft á fundi með Yesser Arafat og leyniþjónustum beggja landa. Morð á svikurum og óæskilegum einstaklingum voru ekki óalgengir en Ceausescau horfði tímunum saman á ræður frá Adolf Hitler og tók t.d. upp einskonar þjóðernis-kommúnisma.

Þessi bók er góð heimild um stjórnarhætti í Rúmeníu meðan tjaldað var kommúnisma í landinu. Hún er einnig mjög góð persónulýsing á forystuhjónum Rúmena og fjallar vel um persónu þeirra og athafnir í kringum þau. Blóðugur blekkingaleikur er fyrst og fremst samtímaheimild um það sm skeði fyrir luktum dyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband