Bókagagnrýni 3: Gauragangur, unglingabók

Gauragangur

Eftir Ólaf Hauk Símonarson

Unglingaskáldsagan Gauragangur er skrifuð árið 1988 af Ólaf Hauki Símonarsyni. Sögusvið Gauragangs er Reykjavík nútímans. Hún gerist á u.þ.b. einu ári og segir frá daglegu lífi Orms Óðinssonar, 17 ára unglings sem fer ótroðnar slóðir í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Ormur býr hjá fráskilinni móður sinni og systkinum, auk meðleigjandanum Magga, sem hefur augastað á móðir Orms. Bókin er skemmtileg og stórfyndin frásögn, sögð frá sjónarhorni unglingsins. Hún tekur á ýmsum málum sem hrjá hinn ómótaða ungling sem allir þekkja líkt og mótun sjálfsmyndar, samskipti unglinga við aðra aldurshópa og fleira. Hvað dettur hinum ómótaða unglingi  í hug að gera þegar ástarmálin flækjast um of? En þegar besti vinur þinn er á leiðinni að klúðra samræmduprófunum? Ormur svarar vandamálum með skemmtilegri hvatvísi sem oft endar á annan veg en áætlað var. Persónan Ormur er töluvert flókinn. Hann veit yfirleitt ekki í hvorn fótinn skal stíga en hefur þó afburðagáfur og skapandi hugsun. Tilsvör Orms eru yfirleitt út í bláinn og bera vott um varnarviðbrögð. En þannig er karakterinn, Snillingurinn Ormur, sem fáir, ef nokkrir skilja eða viðurkenna. Ólafur Haukur tekur fyrir vináttutengsl í bókinni. Ormur á nokkra góða félaga og nokkra leynda aðdáendur reyndar líka. Hann hefur einnig bundist óvæntum vinaböndum við gamlann mann sem rekur fornbókabúð rétt við heimili hans og er hann einn af hans bestu vinum. Ormur hefur greinilega góðann hæfileika í samskiptum, þó honum leiðist stundum mótþrói fólks við að hæla sér. Kennarar og fleiri reyna að koma hinum unga snillingi niður á jörðina því þeir sjá hvað í honum býr. Ormi finnst hins vegar að sér vegið með öllum þessum reglum og böndum en seinna í bókinni kemur í ljós hvað fólki raunverulega finnst um Orm. Ég mæli með þessari bók fyrir unglinga þó í henni séu ekki alveg nýtískulegustu hugmyndir um líferni 16-17 ára ungmennis í sambandi við t.d. drykkju og reykingar. Annars er sjónarhorn höfundar á þau mál umbúðarlaus annað en ég gruna að gerist í bókmenntum dagsins í dag (2014) og það eitt gerir bókina mun áhugaverðari. Höfundur hefur leyft sér að sleppa við „detailað“ uppeldishlutverk en ræðst frekar á samskiptamál og líðan.

Persónulega finnst mér þessi bók vera snilld. Ég las hana fyrir um 10 árum síðan fyrst. Þess vegna var ég aðeins hræddur við að lesa hana aftur því minningin var stórskemmtileg. En bókin stendur fyllilega fyrir sínu, 26 árum eftir útgáfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband