Bókagagnrýni 5: Gróður Jarðar

Gróður Jarðar

Eftir Knud Hamsun

Knud Hamsun, einn alþekktasti rithöfundur 20.aldar og  nóbelsverðlaunahafi frá 1920, skrifar bókin Gróður jarðar. Bókin er skáldsaga og gerist á um hálfri mannsævi. Sögusvið bókarinnar er ónefnd sveit í Noregi. Sagan segir frá landnámi Ísaks í heiðinni. Hin óbyggða sveit sem menn byggðu upp á þessum tíma án þeirra stórkostlegu tækja sem við höfum í dag. Ísak vann handverk og það með báðum höndum. Hann er harðduglegur, stór og mikill maður og öflugur. Ísak er rólegur maður með sérstaka lund. Hann byrjar með hendur tómar á Landbrotum, ysta bænum á heiðinni, en vinnur jafnt og þétt að uppbyggingu síns umhverfis og gerir það á sinn hátt. Dæmi um lundafar Ísaks er, þegar hann kveður son sinn í síðasta skipti, peningamálin og Geissler, barnsmorðið. En á samt eins og allir sínar dökku hliðar, líkt og þegar hann skellir konunni sinni fyrir framhjáhaldið sem hann tekur þó frekar létt á. Ísak er algjör þurs, Knudur lætur hann vera einfaldann þó verklaginn en samskipti eru ekki hans grein og líður honum í raun best einum. Fýlar ekki skemmtanir og í raun ekkert nema vinnu. Er samt frekar umburðalundur gagnvart öðrum sem þurfa félagsskap. Hann er í þessum heimi til að yrkja jörðina og ekkert annað.

Elecius er mjög sérkennilegur karakter. Hann ætlar sér stóra hluti. Hann fær hvatningu frá öllum og allir sjá hæfileika hans. Hann er skrautmenni eyðslusamur og glysgjarn en gjafmildur og góð sál. Hann upplifir sjálfann sig aldrei takast upp. Hann er stöðugt á flótta þó allt komi upp í hendurnar á honum. Hann hefur ekki heppnina með sér í liði en missir samt ekki þrautseigjuna né létta lundafarið sitt. Hann á í raun bara einn vin og það er yngri bróðir hans sem er eftirmynd föður þeirra, þegar Elecius ætlar utan vill hann bara segja Sigvarði frá því, engum öðrum. En faðir hans kemst að því samt... Móðir hans heldur honum upp á stalli frá barnæsku vegna þess að hann er öðruvísi hún gerir það hins vegar ekki við Sigvarð.

Sigvarður: Algjör eftirmynd föður síns, frekar litlaus karakter í bókinni því Ísak sjálfur er Sigvarður líka.

Skap Ísaks: alltaf eins, horfir beint fram, lítið fyrir fólk, hlýtur virðingu og traust frá öllum(þar á meðal Geissler), kippir sér ekki upp við neitt, t.d. þegar ótrúlegir peningar enda í hans höndum eða konan hans drepur barnið þeirra er létt tekið á því.

Börn Ísaks og kona: Sigvarður eins og pabbinn nema nýtískulegri, Elecius allt annar karakter, kona Ísaks, Ingigerður, framhjáhald, dætur lítið í sögunni

Geissler:kemur og sér strax hverskins mann Ísak hefur að geyma. Verður hugfanginn af lundarfarinu og viljanum. Staðráðinn í að hjálpa honum. Lyfta honum upp. Og sjálfum sér með auðvitað.. Geissler er erfiður karakter. Mannþekkjari og vinur vina sinna. En hann er ekki vinur allra. Né allir vinir hans. Hann leyfir sér að halda sveitinni í gíslingu í mörg ár með námugreftrinum og það viljandi. Hann ætlar sér að stjórna öllu, þar sem hann var ekki lénsherra lengur þá var útspilið hans annarskonar. Með honum er einskonar kraftur sem hefur mjög hvetjandi áhrif. Það er titringur í kringum hann stanslaust. Fólk á nálum.

Uppbygging fyrir komandi kynslóðir. Iðnhyggja, kapítalismi fotíðarinnar(mun betri en í dag) þ.e. einstaklinsgyggjan áður en hún fór að traðka á öðrum...

Barbró og barnið, æskan.. hún kemur og fer og kemur á barn, dæmd sýkn, klúðrar öllu, finnst sjálfsagt að fá nýjann séns, mjög erfið en endar vel. Á föður sem er, Breði í Breiðablikum... ættar sagan hennar slæm.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband