Bókagagnrýni 4: Lesarinn

Lesarinn

Eftir Bernhard Schlink

Lesarinn er skáldaga og byrjar á eftirstríðsárunum í Þýskalandi. Sagan er dramatísk ástarsaga Michael Bergs, 15 ára í byrjun sögunnar. Michael kynnist Hönnu fyrir tilviljun þegar hún hjálpar honum en hann var að jafna sig af gulunni. Mjög fljótlega byrja þau að sofa saman en aldursmunurinn er rúmlega 20 ár. Lýsingar af samskiptum þeirra í fyrri hlutanum eru lýsir sambandi unglinga en mikil keppni og ákefð á sér stað í tilfinningalífi þeirra. Michael er alinn upp í umhverfi mjög ólíku því sem Hanna er en hún er sennilega ómenntuð og ólæs. Hún öfundar hinn unga dreng og biður hann um að lesa fyrir sig sögur en hún gefur það aldrei upp að hún sé ekki sjálf læs en hún skammast sín greinilega mikið fyrir það.

Ástæða Hönnu: ungur drengur, betri en hún, mikil minnimáttarkennd og sjálfstraust í molum, sýnir sig líka í því að hún flýr(áttar sig á að hann er í „þessum“ hóp en hún í allt öðrum), hún verður reið við hann og reynir að stjórna honum með fýlu sem er mjög barnalegt, ómenntuð og það kemur í ljós á mörgum sviðum. T.d. líður henni illa heima hjá honum þegar hann bíður henni heim þegar foreldrar hans eru í burtu.

Ástæða Michael: nýorðinn kynþroska, fantasíu dæmi í gangi að vera með fullorðinni konu. Er mjög ánægður með sig en á stöðugu varðbergi vegna þeirra beggja. Honum er alveg sama um þó fólk sem hann þekkir viti þetta en fólk sem kennir hann má alls ekkert vita. Hann er þögull sem gröfin þó honum langi að segja frá þessu ástarsambandi sem stendur yfir í heillangann tíma og augljóslega blandað tilfinningum. Honum langar að gorta sig af því við vinina hugsanlega, honum langar að segja Sophiu frá sínu almikilvægasta leyndarmáli til að öðlast traust hennar.. til að geta sofið hjá henni...

Bókin tekur fyrir kynóra karlmanna, meðvirkni og fl sem tengist leynilegum ástarsamböndum. Hanna hefur augljóslega hreyft við Michael og alla tíð er hugur hans að einhverju leiti hjá henni. Í lok bókar segir frá því þegar Hanna er dæmd í fangelsi fyrir þátttöku í stríðsglæpum nasista og „lætur“ sakfella sig. Michael er á þei mtímapunkti í skóla og mætir í réttarhöldin til að fylgjast með. Seinna þá heimsækir hann hana í fangelsið.

Lesarinn er mögnuð saga sem ég get hiklaust mælt með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband