Bókagagnrýni 1; Sólon Íslandus

Bók í 2 bindum en 3 hlutum, æska, miður aldur og elli

Rithöfundurinn: Davíð Stefánsson

Hér í þessum pistli hugðist ég skrá upplifun lesningar minnar á bókinni Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson, bókin er gefin út árið 1952 og er skálduð ævisaga þjóðsagnapersónunnar Sölva Helgasonar.

Ævi Sölva hefst í Sléttuhlíð í Skagafirði, hann er elsta barn móður sinnar sem sárt er kvalin af veg lífsins, faðir hans er mikilmenni, stórættaður, hrokafullur og latur til allra verka sem honum þykir ekki verðug slíku stórmenni sem hann er, fyrirlitinn af samfélaginu en elskaður af sálhrakinni konu sinni. Sölvi eignast stjúpföður eftir lát föður síns þegar móðir hans tekur vinnumann á bænum upp í til sín. Ofbeldi, kúgun og lítilsvirðing eru gjafir stjúpans sem Sölva þykir hið mesta lítilmenni. Orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á hér við því alla tíð mun Sölvi hafa ætlað sér að lifa því lífi sem hann taldi föður sinn hafa viljað sjálfur eiga. Davíð Stefánsson gerir meistaralega skil á sálrænum kvillum Sölva Helgasonar, erfiðleikum Sölva í æsku og föðurímyndinni sem verður til þess að Sölvi tekur upp karakerterinn Sólon Islandus, hinn mikli vísindamaður og heimspekingur.

Um atvik í bókinni, gjörðir og svör Sölva gerir Davíð hann að þesskonar manni sem lesandi getur aldrei vitað hvort sé snillingur eða brjálæðingur og opnar það augu lesenda hversu skammt er þess á milli. Líkt og siðbilaður maður á Sölvi auðvelt með að ljúga og skálda, tvímælalaust er Sólon listamaður af guðsnáð, þó ekki væri horft nema á sagnagáfu hans í lygunum en auk þess að vera handlaginn og lunkinn málari. Þegar Sölvi ferðast á milli bæja býður hann bændum upp á einskonar skemmtun í stað gistingar. Honum er lagið við að ljúga sig stórmenni í návist kotræfla sem sjá ekki út fyrir hlöðuhornið. Lygarnar uppgötvast hér og þar og Sölvi verður alþekktur sem þjófur svikari og mannorðsmorðingi. Eitt sinn fer Sölvi á bæ austur á landi, þáði þar gistingu og montar sig af ýmislegu. Eftir lítið samtal við hjúin á bænum vill hann fá að vita sitt hvað um Sölva Helgason flökkumanninn sem gengur yfirgefinn um sveitir og rægir fólk, stelur og lýgur. Þá fer bóndi hreykinn fram og sækir bók og lánar Sölva. Dagbók flökkumannsins umrædda sem honum hafði áskornast fyrir tilviljun. Um morguninn þegar bóndi er burtfarinn til vinnu kveður Sölvi síðan húsfreyju með kveðju frá Sölva Helgasyni.

Kaldhæðnin í Sólon Islandus er með ólíkindum. Hvað sem gerist virðist Sölvi hafa viljandi haft áhirf á hvað gerist næst. Hann bliknar ekki í skömmunum við fólk sem jafnvel gerir honum greiða og segir frá moðstömpum og andlegum ígulkerjum sem hýstu sig í húsum fullum af rotnandi grautarsálum. Þannig greiðir Sölvi fyrir sig. Hann lætur síðan lífið á bæ í Skagafirði á gamalsaldri, búinn að ganga þvert í gegnum fjöll og samfélög frá unglingsaldri með viðkomu í tukthúsi í Danmörku og húðstrýkingum svo eitthvað sem nefnt.

Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir hvern þann sem telur sig hafa náð andlegum þroska þess sem kann að meta og virða fyrir sér sálrænan heim geðveiks manns og læra af því. Sölvi Helgason er viðfangsefni sem lesandi mun hafa gaman af að spá í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lýsingin minnir mig á "Confederacy of dunces" eftir John Kennedy Toole, & "the road to LA" eftir John Fante.

Svipaðar týpur, lenda í svipuðum ævintýrum.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.3.2015 kl. 23:06

2 Smámynd: Davíð Árnason

Ég þarf greinilega að kíkja á þessar bækur. mér fannst Sólon eftir nafna minn Stefánsson vera alveg mögnuð saga

Davíð Árnason, 1.3.2015 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Árnason

Höfundur

Davíð Árnason
Davíð Árnason

Höfundur hefur ahuga a öllu mögulegu svo sem iþrottum, þjoðmalum og listum svo fatt eitt sem nefnt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband