1.3.2015 | 23:01
Bókagagnrýni 5: Gróður Jarðar
Gróður Jarðar
Eftir Knud Hamsun
Knud Hamsun, einn alþekktasti rithöfundur 20.aldar og nóbelsverðlaunahafi frá 1920, skrifar bókin Gróður jarðar. Bókin er skáldsaga og gerist á um hálfri mannsævi. Sögusvið bókarinnar er ónefnd sveit í Noregi. Sagan segir frá landnámi Ísaks í heiðinni. Hin óbyggða sveit sem menn byggðu upp á þessum tíma án þeirra stórkostlegu tækja sem við höfum í dag. Ísak vann handverk og það með báðum höndum. Hann er harðduglegur, stór og mikill maður og öflugur. Ísak er rólegur maður með sérstaka lund. Hann byrjar með hendur tómar á Landbrotum, ysta bænum á heiðinni, en vinnur jafnt og þétt að uppbyggingu síns umhverfis og gerir það á sinn hátt. Dæmi um lundafar Ísaks er, þegar hann kveður son sinn í síðasta skipti, peningamálin og Geissler, barnsmorðið. En á samt eins og allir sínar dökku hliðar, líkt og þegar hann skellir konunni sinni fyrir framhjáhaldið sem hann tekur þó frekar létt á. Ísak er algjör þurs, Knudur lætur hann vera einfaldann þó verklaginn en samskipti eru ekki hans grein og líður honum í raun best einum. Fýlar ekki skemmtanir og í raun ekkert nema vinnu. Er samt frekar umburðalundur gagnvart öðrum sem þurfa félagsskap. Hann er í þessum heimi til að yrkja jörðina og ekkert annað.
Elecius er mjög sérkennilegur karakter. Hann ætlar sér stóra hluti. Hann fær hvatningu frá öllum og allir sjá hæfileika hans. Hann er skrautmenni eyðslusamur og glysgjarn en gjafmildur og góð sál. Hann upplifir sjálfann sig aldrei takast upp. Hann er stöðugt á flótta þó allt komi upp í hendurnar á honum. Hann hefur ekki heppnina með sér í liði en missir samt ekki þrautseigjuna né létta lundafarið sitt. Hann á í raun bara einn vin og það er yngri bróðir hans sem er eftirmynd föður þeirra, þegar Elecius ætlar utan vill hann bara segja Sigvarði frá því, engum öðrum. En faðir hans kemst að því samt... Móðir hans heldur honum upp á stalli frá barnæsku vegna þess að hann er öðruvísi hún gerir það hins vegar ekki við Sigvarð.
Sigvarður: Algjör eftirmynd föður síns, frekar litlaus karakter í bókinni því Ísak sjálfur er Sigvarður líka.
Skap Ísaks: alltaf eins, horfir beint fram, lítið fyrir fólk, hlýtur virðingu og traust frá öllum(þar á meðal Geissler), kippir sér ekki upp við neitt, t.d. þegar ótrúlegir peningar enda í hans höndum eða konan hans drepur barnið þeirra er létt tekið á því.
Börn Ísaks og kona: Sigvarður eins og pabbinn nema nýtískulegri, Elecius allt annar karakter, kona Ísaks, Ingigerður, framhjáhald, dætur lítið í sögunni
Geissler:kemur og sér strax hverskins mann Ísak hefur að geyma. Verður hugfanginn af lundarfarinu og viljanum. Staðráðinn í að hjálpa honum. Lyfta honum upp. Og sjálfum sér með auðvitað.. Geissler er erfiður karakter. Mannþekkjari og vinur vina sinna. En hann er ekki vinur allra. Né allir vinir hans. Hann leyfir sér að halda sveitinni í gíslingu í mörg ár með námugreftrinum og það viljandi. Hann ætlar sér að stjórna öllu, þar sem hann var ekki lénsherra lengur þá var útspilið hans annarskonar. Með honum er einskonar kraftur sem hefur mjög hvetjandi áhrif. Það er titringur í kringum hann stanslaust. Fólk á nálum.
Uppbygging fyrir komandi kynslóðir. Iðnhyggja, kapítalismi fotíðarinnar(mun betri en í dag) þ.e. einstaklinsgyggjan áður en hún fór að traðka á öðrum...
Barbró og barnið, æskan.. hún kemur og fer og kemur á barn, dæmd sýkn, klúðrar öllu, finnst sjálfsagt að fá nýjann séns, mjög erfið en endar vel. Á föður sem er, Breði í Breiðablikum... ættar sagan hennar slæm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:59
Bókagagnrýni 4: Lesarinn
Lesarinn
Eftir Bernhard Schlink
Lesarinn er skáldaga og byrjar á eftirstríðsárunum í Þýskalandi. Sagan er dramatísk ástarsaga Michael Bergs, 15 ára í byrjun sögunnar. Michael kynnist Hönnu fyrir tilviljun þegar hún hjálpar honum en hann var að jafna sig af gulunni. Mjög fljótlega byrja þau að sofa saman en aldursmunurinn er rúmlega 20 ár. Lýsingar af samskiptum þeirra í fyrri hlutanum eru lýsir sambandi unglinga en mikil keppni og ákefð á sér stað í tilfinningalífi þeirra. Michael er alinn upp í umhverfi mjög ólíku því sem Hanna er en hún er sennilega ómenntuð og ólæs. Hún öfundar hinn unga dreng og biður hann um að lesa fyrir sig sögur en hún gefur það aldrei upp að hún sé ekki sjálf læs en hún skammast sín greinilega mikið fyrir það.
Ástæða Hönnu: ungur drengur, betri en hún, mikil minnimáttarkennd og sjálfstraust í molum, sýnir sig líka í því að hún flýr(áttar sig á að hann er í þessum hóp en hún í allt öðrum), hún verður reið við hann og reynir að stjórna honum með fýlu sem er mjög barnalegt, ómenntuð og það kemur í ljós á mörgum sviðum. T.d. líður henni illa heima hjá honum þegar hann bíður henni heim þegar foreldrar hans eru í burtu.
Ástæða Michael: nýorðinn kynþroska, fantasíu dæmi í gangi að vera með fullorðinni konu. Er mjög ánægður með sig en á stöðugu varðbergi vegna þeirra beggja. Honum er alveg sama um þó fólk sem hann þekkir viti þetta en fólk sem kennir hann má alls ekkert vita. Hann er þögull sem gröfin þó honum langi að segja frá þessu ástarsambandi sem stendur yfir í heillangann tíma og augljóslega blandað tilfinningum. Honum langar að gorta sig af því við vinina hugsanlega, honum langar að segja Sophiu frá sínu almikilvægasta leyndarmáli til að öðlast traust hennar.. til að geta sofið hjá henni...
Bókin tekur fyrir kynóra karlmanna, meðvirkni og fl sem tengist leynilegum ástarsamböndum. Hanna hefur augljóslega hreyft við Michael og alla tíð er hugur hans að einhverju leiti hjá henni. Í lok bókar segir frá því þegar Hanna er dæmd í fangelsi fyrir þátttöku í stríðsglæpum nasista og lætur sakfella sig. Michael er á þei mtímapunkti í skóla og mætir í réttarhöldin til að fylgjast með. Seinna þá heimsækir hann hana í fangelsið.
Lesarinn er mögnuð saga sem ég get hiklaust mælt með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:50
Bókagagnrýni 3: Gauragangur, unglingabók
Gauragangur
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
Unglingaskáldsagan Gauragangur er skrifuð árið 1988 af Ólaf Hauki Símonarsyni. Sögusvið Gauragangs er Reykjavík nútímans. Hún gerist á u.þ.b. einu ári og segir frá daglegu lífi Orms Óðinssonar, 17 ára unglings sem fer ótroðnar slóðir í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Ormur býr hjá fráskilinni móður sinni og systkinum, auk meðleigjandanum Magga, sem hefur augastað á móðir Orms. Bókin er skemmtileg og stórfyndin frásögn, sögð frá sjónarhorni unglingsins. Hún tekur á ýmsum málum sem hrjá hinn ómótaða ungling sem allir þekkja líkt og mótun sjálfsmyndar, samskipti unglinga við aðra aldurshópa og fleira. Hvað dettur hinum ómótaða unglingi í hug að gera þegar ástarmálin flækjast um of? En þegar besti vinur þinn er á leiðinni að klúðra samræmduprófunum? Ormur svarar vandamálum með skemmtilegri hvatvísi sem oft endar á annan veg en áætlað var. Persónan Ormur er töluvert flókinn. Hann veit yfirleitt ekki í hvorn fótinn skal stíga en hefur þó afburðagáfur og skapandi hugsun. Tilsvör Orms eru yfirleitt út í bláinn og bera vott um varnarviðbrögð. En þannig er karakterinn, Snillingurinn Ormur, sem fáir, ef nokkrir skilja eða viðurkenna. Ólafur Haukur tekur fyrir vináttutengsl í bókinni. Ormur á nokkra góða félaga og nokkra leynda aðdáendur reyndar líka. Hann hefur einnig bundist óvæntum vinaböndum við gamlann mann sem rekur fornbókabúð rétt við heimili hans og er hann einn af hans bestu vinum. Ormur hefur greinilega góðann hæfileika í samskiptum, þó honum leiðist stundum mótþrói fólks við að hæla sér. Kennarar og fleiri reyna að koma hinum unga snillingi niður á jörðina því þeir sjá hvað í honum býr. Ormi finnst hins vegar að sér vegið með öllum þessum reglum og böndum en seinna í bókinni kemur í ljós hvað fólki raunverulega finnst um Orm. Ég mæli með þessari bók fyrir unglinga þó í henni séu ekki alveg nýtískulegustu hugmyndir um líferni 16-17 ára ungmennis í sambandi við t.d. drykkju og reykingar. Annars er sjónarhorn höfundar á þau mál umbúðarlaus annað en ég gruna að gerist í bókmenntum dagsins í dag (2014) og það eitt gerir bókina mun áhugaverðari. Höfundur hefur leyft sér að sleppa við detailað uppeldishlutverk en ræðst frekar á samskiptamál og líðan.
Persónulega finnst mér þessi bók vera snilld. Ég las hana fyrir um 10 árum síðan fyrst. Þess vegna var ég aðeins hræddur við að lesa hana aftur því minningin var stórskemmtileg. En bókin stendur fyllilega fyrir sínu, 26 árum eftir útgáfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:49
Bókagagnrýni 2: blóðugur blekkingaleikur
Blóðugur blekkingaleikur
Bókin Blóðugur blekkingaleikur er gefin út á frummálinu árið 1987 en á íslensku 3 árum síðar. Í heni segir fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Rúmeníu, DIE frá atburðarás sem átti sér stað árið 1978 þegar Rúmenía var undir hæl Nicolae Ceausescue og konu hans Elenu. Leyniþjónustumaðurinn, sem heitir Ion Mihai Pacepa, vann í mörg ár sem einn nánasti samstarfsmaður einræðisherrans og kommúnistaleiðtogans Ceausescue og tók þátt í meiriháttar blekkingum, njósnum, vopnasölu og morðum í nafni kommúnismans.
Bókin er skrifuð frá sjónarhorni og með tilfinningum Pacepa. Tilgangur bókarinnar er að sýna heiminum hvað undir grímu Ceausescus sem var að finna. Pacepa hafði sjálfur verið mikilvægur hlekkur í Rúmenska stjórnkerfinu sem yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann stjórnaði til að mynda gríðalega umfangsmiklum njósnum í Rúmeníu þar sem leyniþjónustan og Ceausescau hleruðu alla þjóðfélagsþegna sem þeim þótti vert að hlera, hvort sem það var fjölskyldumeðlimur, stjórnmálamaður eða jafnverl forsætisráðherrann, sem Ceausescau hjónin höfðu undir sínum járnhæl. Njósnir leyniþjónustunnar utanlands voru þeim þó mikilvægari því tekjur sem Rúmenía hafði í kringum iðnnjósnir og þjófnað á hönnun iðnvarnings var gríðalegur. Þá var stolið teikningum af nýhönnuðum skriðdrekum og flugvélum til að framleiða og selja Gaddafi í Líbíu og nota heima. Eftir að hafa snúið baki við Sovét- stjórninni í Moskvu opnaðist leið fyrir Rúmena til samskipta við Bandaríkjamenn og Vestur Evrópu sem þeir nýttu sér til að stela hugviti. Forsetafrúin Elena hafði einnig gríðaleg völd og var skapstygg og hótaði iðulega háttsettum embættismönnum í Rúmeníu til að beygja þá undir sinn vilja. Þá var marxíska stjórnkerfið þannig uppbyggt að þau hjónin réðu í raun öllu. Samfélag öreiganna þar sem embættismenn bjuggu í villum kommúnistaflokksins sem var stjórnað af hjónunum var einfaldlega þannig að Nicola og Elena Ceausescau gat ráðið eða rekið hvaða mann sem var í hvaða stöðu sem var ef honum geðjaðist svo. Elena kemur fyrir sjónir lesenda sem sturlaður einstaklingur. Á milli þess sem hún reynir að grafa upp heiðursverðlaun frá vestrænum háskólum, fyrir vísindastörf sín(sem hún átti reyndar ekki), hlerar hún kynlífsathafnir samstarfsmanna og íbúa Rúmeníu í lokuðu herbergi inn af skrifstofu sinni.
Samskipti Rúmeníu við aðrar þjóðir á þessum tíma var flókið. Þeir höfðu snúið baki við Rússum líkt og Tító í Júgoslavíu en ólíkt Tító gat Ceausescau heillað vestrænu þjóðirnar og var boðið í heimsóknir til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum mætti hann ekki þeirri persónudýrkun sem hann var vanur heima fyrir og fannst ekki mikið um kerfi Bandaríkjamanna þó hann hugðist stela af þeim hugmyndum af ýmislegu sem honum þótti gagnlegt að nota sjálfur eða selja til þriðja heimsins. Ceausescau var í nánu sambandi við lönd eins og Líbíu. Leynilegu sambandi við Tító í Júgoslavíu og leikriti við bæði vesturlönd og Rússland. Á þessum tíma var Rúmenía eini aðilinn í heiminum sem hafði bæði samskipti við Ísraela og Palistínumenn og gekk oft á fundi með Yesser Arafat og leyniþjónustum beggja landa. Morð á svikurum og óæskilegum einstaklingum voru ekki óalgengir en Ceausescau horfði tímunum saman á ræður frá Adolf Hitler og tók t.d. upp einskonar þjóðernis-kommúnisma.
Þessi bók er góð heimild um stjórnarhætti í Rúmeníu meðan tjaldað var kommúnisma í landinu. Hún er einnig mjög góð persónulýsing á forystuhjónum Rúmena og fjallar vel um persónu þeirra og athafnir í kringum þau. Blóðugur blekkingaleikur er fyrst og fremst samtímaheimild um það sm skeði fyrir luktum dyrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:47
Bókagagnrýni 1; Sólon Íslandus
Bók í 2 bindum en 3 hlutum, æska, miður aldur og elli
Rithöfundurinn: Davíð Stefánsson
Hér í þessum pistli hugðist ég skrá upplifun lesningar minnar á bókinni Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson, bókin er gefin út árið 1952 og er skálduð ævisaga þjóðsagnapersónunnar Sölva Helgasonar.
Ævi Sölva hefst í Sléttuhlíð í Skagafirði, hann er elsta barn móður sinnar sem sárt er kvalin af veg lífsins, faðir hans er mikilmenni, stórættaður, hrokafullur og latur til allra verka sem honum þykir ekki verðug slíku stórmenni sem hann er, fyrirlitinn af samfélaginu en elskaður af sálhrakinni konu sinni. Sölvi eignast stjúpföður eftir lát föður síns þegar móðir hans tekur vinnumann á bænum upp í til sín. Ofbeldi, kúgun og lítilsvirðing eru gjafir stjúpans sem Sölva þykir hið mesta lítilmenni. Orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á hér við því alla tíð mun Sölvi hafa ætlað sér að lifa því lífi sem hann taldi föður sinn hafa viljað sjálfur eiga. Davíð Stefánsson gerir meistaralega skil á sálrænum kvillum Sölva Helgasonar, erfiðleikum Sölva í æsku og föðurímyndinni sem verður til þess að Sölvi tekur upp karakerterinn Sólon Islandus, hinn mikli vísindamaður og heimspekingur.
Um atvik í bókinni, gjörðir og svör Sölva gerir Davíð hann að þesskonar manni sem lesandi getur aldrei vitað hvort sé snillingur eða brjálæðingur og opnar það augu lesenda hversu skammt er þess á milli. Líkt og siðbilaður maður á Sölvi auðvelt með að ljúga og skálda, tvímælalaust er Sólon listamaður af guðsnáð, þó ekki væri horft nema á sagnagáfu hans í lygunum en auk þess að vera handlaginn og lunkinn málari. Þegar Sölvi ferðast á milli bæja býður hann bændum upp á einskonar skemmtun í stað gistingar. Honum er lagið við að ljúga sig stórmenni í návist kotræfla sem sjá ekki út fyrir hlöðuhornið. Lygarnar uppgötvast hér og þar og Sölvi verður alþekktur sem þjófur svikari og mannorðsmorðingi. Eitt sinn fer Sölvi á bæ austur á landi, þáði þar gistingu og montar sig af ýmislegu. Eftir lítið samtal við hjúin á bænum vill hann fá að vita sitt hvað um Sölva Helgason flökkumanninn sem gengur yfirgefinn um sveitir og rægir fólk, stelur og lýgur. Þá fer bóndi hreykinn fram og sækir bók og lánar Sölva. Dagbók flökkumannsins umrædda sem honum hafði áskornast fyrir tilviljun. Um morguninn þegar bóndi er burtfarinn til vinnu kveður Sölvi síðan húsfreyju með kveðju frá Sölva Helgasyni.
Kaldhæðnin í Sólon Islandus er með ólíkindum. Hvað sem gerist virðist Sölvi hafa viljandi haft áhirf á hvað gerist næst. Hann bliknar ekki í skömmunum við fólk sem jafnvel gerir honum greiða og segir frá moðstömpum og andlegum ígulkerjum sem hýstu sig í húsum fullum af rotnandi grautarsálum. Þannig greiðir Sölvi fyrir sig. Hann lætur síðan lífið á bæ í Skagafirði á gamalsaldri, búinn að ganga þvert í gegnum fjöll og samfélög frá unglingsaldri með viðkomu í tukthúsi í Danmörku og húðstrýkingum svo eitthvað sem nefnt.
Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir hvern þann sem telur sig hafa náð andlegum þroska þess sem kann að meta og virða fyrir sér sálrænan heim geðveiks manns og læra af því. Sölvi Helgason er viðfangsefni sem lesandi mun hafa gaman af að spá í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2011 | 18:28
Meistararnir ekki komnir í gang enþá?
Alfreð fór og Viktor, Markó, Arnar og Dylan komu... var Alfreð virkilega svona mikilvægur hlekkur í liðinu. Gummi P hefur reyndar verið meiddur allt tímabilið og mun ekkert spila í sumar svo sóknin er ekki sú sama og í fyrra en samt hefur Kiddi Steindórs stigið upp og skorað grimmt og er hann einn af ljósu punktum liðsins, er hann sá eini sem vill raunverulega vinna leiki? Þetta er sama en samt allt annað lið en í fyrrasumar. Er þetta óheppni eða hvað? Ég vill sjá blikana rífa sig upp og fara að vinna leiki það er kominn tími á að hrökkva í gang. Það vita allir hvað þeir geta þessir strákar!
Blikar féllu úr bikarnum á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2011 | 16:20
Georg Guðni látinn
Alltaf átakalegt að vita af fólki deyja langt fyrir aldur fram, frá fjölskyldu sinni og vinum.
Georg Guðni skilur eftir sig safn góðra verka sem munu varðveita minningu hans um ókomin ár.
Það eru ekki nema nokkur ár síðan ég fór sjálfur að tölta á milli listasafna að skoða sýningar. Margsinnis hef ég starað inn í móðuna, einfalda en tignarlega náttúru í verkum Georgs Guðna. Það er viss upplifun og frábær gluggi inn í Íslenska náttúru í listum. Georg Guðni kom fram með upphafningu á náttúrunni þegar hún var síst í "tísku". Hann var einn þeirra sem kom landslaginu aftur á strigann.
Georg Guðni hefur veitt mörgum innblástur og ég sem listunnandi þakka honum fyrir það sem hann hefur gefið.
blessuð sé minning hans
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 00:34
Óli Jó, þinn tími er liðinn
Ekkert benti til þess að við mundum tapa.. segir Ólafur. En það er einu sinni þannig að allir leikir byrja 0-0... það var ekkert sem benti til þess raunverulega að við mundum vinna heldur. Það var búið að gera þjóðinni vonir fyrir leik sem ekki áttu rétt á sér.
Við enduðum í síðasta sæti í okkar riðli fyrir HM 2010 og er það ekki ásættanlegt.
Nú eigum við fullt af góðum leikmönnum sem spila í bestu deildum Evrópu auk þess sem U-21 árs liðið er komið á stórmót! Við ættum að geta gert betur
Það er ekki hægt að kenna einhverjum einum manni um allt sem illa fer í þessum efnum en ég held að stytta mætti landsliðsþjálfaraferil Ólafs í annan endann og nú sé rétti tíminn til að fá nýjann mann í brúnna.
leiðinlegt að Ólafur hafi strunsað út af blaðamannafundi áðan. þetta er hægt að túlka á nokkra vegu, góða og vonda...
Allavega þá er Íslenska landsliðið betur mannað en það að vera í 116. sæti á styrkleikalista FIFA... (er það ekki annars sætið sem við stöndum í núna?)
Ekkert benti til þess að við myndum tapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Davíð Árnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar